Ingi Tómasson

Hafnarfjörður


Leave a comment

Hafnarfjörður, bær framfara og uppbyggingar

visir.is 12.apríl 2022

Oddviti Viðreisnar sýnir enn og aftur hversu lítið hann er í tengslum við bæjarfélagið sitt. Nýjasta útspil oddvitans er grein á visir.is þar sem hann spyr hvort Hafnarfjörður sé að breytast úr fallegu sjávarþorpi í úthverfi Reykjavíkur. Tilefni skrifa oddvitans er tillaga okkar í meirihlutanum lögð fram í bæjarstjórn um að svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins sé tekið upp með það að markmiði að auka framboð á íbúðarhúsnæði. Greinargerð tillögunnar sem fylgir tillögunni: „Ljóst er að fyrirsjáanlegur skortur er á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og engin nýbyggingarsvæði til staðar í einhverjum sveitarfélögum samkvæmt svæðisskipulaginu. Svæðisskipulagið gerir bæði ráð fyrir þéttingu byggðar, sem oft er flókin og gengur hægt, og nýbyggingarsvæðum þar sem byggja má hratt og hagkvæmt. Mikilvægt er að slíkt svæði séu til staðar til framtíðar“

Rifjum upp staðreyndir

Núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykkti deiliskipulag á Hraunum Vestur undir 490 íbúðir ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Sami meirihluti samþykkti deiliskipulag fyrir Fornubúðir 5, þar sem Hafró er til húsa, Oddviti Viðreisnar greiddi atkvæði á móti tillögunni. Annað sem m.a. hefur verið samþykkt og unnið að á kjörtímabilinu er nýtt deiliskipulag Áslands 4, nýtt deiliskipulag Selhraun suður, Hamranes sem er í fullri uppbyggingu og svo ekki sé minnst á Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði þar sem nýtt deiliskipulag mun vera kynnt á opnum íbúafundi á næstu dögum auk þess sem nýr Tækniskóli mun rísa á svæðinu. Glæsilegt skipulag á tveimur reitum í miðbænum hefur verið samþykkt, skipulag sem mun efla og styrkja miðbæinn okkar. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins er eitt svæði sem bærinn hefur til nýbygginga, það er Vatnshlíð sem er austan megin við Ásland 4. Auk þessa hefur lóðum undir atvinnuhúsnæði bókstaflega verið mokað út. Nýverið var samþykkt deiliskipulag undir um 80 nýjar atvinnulóðir þar sem mörg fyrirtæki hafa fengið lóðarvilyrði, auk þess er unnið að nýju atvinnusvæði undir aðrar 80 atvinnulóðir.

Það sem skiptir máli

Oddviti Viðreisnar sem sér ekki eða vill ekki sjá er að svæðisskipulagið gildir til ársins 2040. Samkvæmt því er lítið um nýbyggingarsvæði undir fjölbýli í Hafnarfirði á öðrum stöðum en þéttingarreitum sem bærinn hefur ekki forræði yfir samkvæmt lóðaleigusamningum. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vill tryggja að allir hópar samfélagsins hafi aðgang að fjölbreyttu húsnæði, sá aðgangur fæst ekki einungis með þéttingu byggðar. Hafnarfjörður er vaxandi bær með fjölbreyttu mannlífi og atvinnu þar sem stöðugt aukin þjónusta og atvinna er í boði.


Leave a comment

Við höfum þegar framkvæmt það sem aðrir lofa að gera

visir.is 15. mars 2022

Málefnafátækt Samfylkingarinnar í Hafnarfirði kemur ágætlega fram í innihaldslausum fullyrðingum um að ekkert sé að gerast í uppbyggingu í bænum. Talað er um lítið sé að frétta í skipulagi nýrra hverfa, engar lóðir hafi verið og séu til úthlutunar og það sem meira er að Samfylkingin lofar að fara í úthlutanir á lóðum m.a. á slippsvæðinu, Óseyrarhverfi og Hraunum Vestur.

Uppbygging þróunarreita

Á þessu kjörtímabili var m.a. samþykkt Rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði, unnið er að deiliskipulagi fyrir Óseyrarsvæði þar sem gert er ráð fyrir um 700 íbúðum ásamt verslun og þjónustu. Á  Flensborgarsvæðið kemur eitt stykki Tækniskóli, búið er að breyta aðalskipulagi svæðisins vegna skólans. Á Hraunum Vestur var einnig samþykkt rammaskipulag fyrir allt hverfið þar sem gert er ráð fyrir 2800 íbúðum og fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir um 490 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Fulltrúar Samfylkingunnar greiddu atkvæði gegn þessari uppbyggingu, sama og þeir gerðu við skipulag Hafró hússins við Fornubúðir. Það sem Fulltrúar Samfylkingarinnar lofa að gera er að úthluta lóðum á þessum svæðum, þ.e. Óseyrarsvæði, slippsvæði og Hraunum Vestur. Eins og allir vita er ýmis starfsemi á þessum svæðum, hús eru í notkun og í gildi lóðaleigusamningar. Samfylking virðist því ætla í eignarupptöku á þessum svæðum til að geta úthlutað lóðunum. Það sem Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur gert er að vinna með lóðarhöfum um lausn mála sem uppbygging á þessum svæðum kallar á, afrakstur þeirrar vinnu er að stutt er í uppbyggingu á þessum svæðum og verður t.d. byrjað að byggja á svokölluðum Trefjareit á Hraunum Vestur í vor. Auk þessa er uppbygging  hafin á nokkrum þróunarreitum í bænum.

Önnur uppbygging

Það sem hefur farið fram hjá fulltrúum Samfylkingarinnar er kröftug uppbygging í Skarðshlíð, úthlutun á síðasta ári í Hamranesi,  þar voru úthlutaðar lóðir undir 1700 íbúðir í fjölbýli og uppbygging þar á fullum krafti, útboð á lóð á Ásvöllum undir 110 íbúðir, deiliskipulag samþykkt undir 200 íbúðir í Selhrauni Suður og samþykkt deiliskipulag fyrir Ásland 4 fyrir 550 íbúðir í sérbýli, þar mun úthlutun fara fram í vor. Samtals liggur fyrir skipulag fyrir 7000 íbúðir sem rúma 17000 íbúa. Um þessa uppbyggingu má lesa nánar á: https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/hafnarfjordur-staekkar.  Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur þegar framkvæmt það sem Samfylkingin lofar að gera.


Leave a comment

Skipulags- og framkvæmdaárið 2021 í Hafnarfirði

Fréttablaðið 4,1.2021

Lokafrestur á að gera athugasemd við umhverfisskýrslu er á miðvikudag -  Fjarðarfréttir

Í byrjun árs er litið um öxl og farið yfir árið sem var að kveðja.  Skipulagsmál hafa verið áberandi á dagskrá bæjarstjórnar Hafnarfjarðar allt síðasta ár, fundir bæjarstjórnar voru 21 á árinu og alls voru 67 mál á dagskrá er varða skipulag, misstór mál en allt mál sem vísað var úr skipulags- og byggingarráði til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Nýbyggingarsvæðin – miðbær – vesturbær

Í Hamranesi er búið að úthluta öllum lóðum, þar er gert ráð fyrir um 1700 íbúðum, samþykkt hefur verið deiliskipulag fyrir um 1100 íbúðir og framkvæmdir hafnar á um 400 íbúðum. Mjög lífleg uppbygging er í Skarðshlíð og Ásvallarbraut var opnuð þann 21. október, framkvæmd sem kostaði um 800 milljónir. Deiliskipulag fyrir Ásvelli var samþykkt á árinu, þar er m.a. gert ráð fyrir knatthúsi og lóð undir 110 íbúðir í fjölbýli, búið er að auglýsa eftir tilboðum í lóðina. Í miðbænum var samþykkt deiliskipulag tengt Firði Verslunarmiðstöð svo og deiliskipulag á svæði kringum Ráðhústorgið. Á þessum stöðum í miðbænum er gert ráð fyrir verslunum, bókasafni, hóteli, veitingarstöðum og  77 íbúðum. Risa skipulagsverkefni er endurskoðun á deiliskipulagi vesturbæjar sem nýbúið er í auglýsingar- og kynningarferli, þar er jafnframt búið að vinna tillögu að verndarsvæði í byggð sem verður kynnt sérstaklega.

Önnur skipulagssvæði og framkvæmdir

Nýtt deiliskipulag á Norðurgarði og Norðurbakka var samþykkt á árinu. Framkvæmdum miðar vel á þessu fjölsótta útivistarsvæði og gönguleið sem tengist miðbænum. Uppbygging á nokkrum þéttingarreitum fóru af stað á árinu þar sem byggðar verða um 60 íbúðir, flestar í sérbýli. Skipulagsvinna á svæði Selhraun suður er langt komin þar er gert ráð fyrir um 200 íbúðum og í janúar verður deiliskipulag Áslands 4 tilbúið í auglýsingu þar sem verða um 500 íbúðir, flestar í sérbýli, gert er ráð fyrir að fyrstu lóðirnar verði auglýstar í byrjun sumars. Nýr Tækniskóli verður byggður á hafnarsvæðinu og unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir hluta rammaskipulags hafnarsvæðisins á svokölluðum Óseyrarsvæði, þar sem verða um 500-700 íbúðir. Samþykkt var breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar á Hraunum vestur – fimm mínútna hverfið, þar er gert ráð fyrir um 2500 íbúðum, framkvæmdir hefjast á vormánuðum á fyrsta hluta þar sem gert er ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Mikil ásókn er í iðnaðarlóðir og var deiliskipulag samþykkt fyrir nýtt iðnaðarsvæði auk þess sem unnið er að skipulagi á öðru svæði, bæði svæðin eru í Hellnahrauni.

Hér hefur verið stiklað á því helsta, samkvæmt því sem talið er upp hér að ofan er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa og fyrirtækja í Hafnarfirði á næstu árum. Það er bjart yfir Hafnarfirði.


Leave a comment

Ósannindi um íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði

visir.is 1.2.

Undanfarin misseri hefur Stefán Már Gunnlaugsson, varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar farið mikinn í skrifum um málefni Hafnarfjarðar, sérstaklega er varðar skipulag og uppbyggingu. Nú síðast skrifar varabæjarfulltrúinn um að bæjarstjóri Hafnarfjarðar sé á villigötum. Hér mun ég benda varabæjarfulltrúa og ráðsmanni í skipulags- og byggingarráði á nokkur atriði þar sem hann fer vísvitandi rangt með staðreyndir.

Framkvæmdaleyfi rafmagnslína

Varabæjarfulltrúinn gerir lítið úr því að framkvæmdaleyfi vegna háspennulína sem lágu yfir (og liggja enn yfir að hluta) uppbyggingarsvæðum hafi verið kært og fellt úr gildi samkvæmt úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Nefnir hann að allir eigi rétt á að kæra og að Samfylkingin hafi lagt til að rafmagnslínurnar (háspennulínurnar) færu í jörðu. Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að rafmagnslínurnar hafi ekki legið yfir Skarðshlíð og því ekki tafið uppbyggingu þar.

Ég geri ráð fyrir að varabæjarfulltrúinn  þekki orð sannleikans betur en við flest og hafi því skrifað síðustu grein sína um málefni sem hann ætti að vera vel inn í  af algjörri vankunnáttu.  Umhverfissamtök kærðu framkvæmdarleyfið en létu eiga sig að gera athugasemd við breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar og þriggja annarra sveitarfélaga þar sem gert er ráð fyrir þessum línum, kæran kom á versta tíma, það er, í lok langs undirbúningsferils og þegar hefja átti flutning línanna.

Hvergi er að finna staf um að Samfylkingin hafi lagt til að Sandskeiðslína síðar Lyklafellslína færi í jörð.  Þvert á móti samþykkti Samfylkingin, fyrst þann 9. nóvember 2016 í bæjarstjórn heimild til Landsnets um að línan færi um land Hafnarfjarðar, þá lá fyrir að línan yrði loftlína. Þann 21. júní 2017 samþykktu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar síðan framkvæmdaleyfi Sandskeiðslínu sem þá var einnig hugsuð sem loftlína, og nefndu aldrei jarðstrengi.

Varðandi Skarðshlíð þá bendi ég varabæjarfulltrúanum á að Hamraneslínur lágu yfir þriðja áfanga Skarðshlíðar og um 80 metra frá fyrsta áfanga þar sem fjölbýlishús hafa nú risið. Og úr því að nefnt er að hverfið hafi verið tilbúið til úthlutunar 2008 þá var enginn áhugi fyrir lóðunum fyrr en skipulaginu var breytt árið 2016.  Fram að þeim tíma hafði aðeins tveimur lóðum verið úthlutað. Það var svo eftir að línurnar sem lágu yfir og við Skarðshlíð voru fluttar og með nýrri Ásvallabraut, sem annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að samþykkja, að lóðirnar runnu út.

Uppbygging í Hafnarfirði

Af ástæðum sem nefndar hafa verið tafðist uppbygging um tvö ár.  Nú eru hundruð íbúða í byggingu á nýbyggingarsvæðunum ásamt tugum íbúða á þéttingarreitum.  Varabæjarfulltrúinn nefnir sérstaklega að fátt sé að gerast á Hraunum Vestur. Því er til að svara að Samfylkingin lagðist alfarið gegn  deiliskipulagi þess hverfis sem samþykkt var í bæjarstjórn en þar er gert ráð fyrir 490 íbúðum ásamt verslun, þjónustu og leikskóla. Áætlanir lóðarhafa eru að framkvæmdir hefjist á vormánuðum.

Einnig nefnir varabæjarfulltrúinn að önnur þéttingaráform hafi velkst í kerfinu og að Samfylkingin hafi þrýst stöðugt á um að ganga til verka. Varabæjarfulltrúinn mætti nefna eitt dæmi þar sem þrýst var á aðgerðir, enda kannast ég ekki við það. Þvert á móti hefur Samfylkingin oftast lagst gegn eða setið hjá við afgreiðslu á deiliskipulagstillögum vegna þéttingareita. 

Sannleikurinn mun gera yður frjálsa

Að lokum nefnir varabæjarfulltrúinn glundroða, skort á forystu, að Sjálfstæðisflokkinn skorti alla framtíðarsýn og hér þurfi að gera betur og láta verkin tala. Sem fulltrúi í skipulags og byggingarráði ætti varabæjarfulltrúanum að vera fullkunnugt um umfangsmikla vinnu í skipulagsmálum á þessu kjörtímabili. Þar má m.a. nefna skipulag fyrir Hamranesið – 1500 íbúðir, Hraun Vestur – 490 íbúðir, Ásland 4 – 530 íbúðir, Ásvelli – 110 íbúðir, Selhraun suður – 200 íbúðir, miðbærinn reitur R1 og Strandgata 26-30 – 77 íbúðir, verslun og þjónusta ásamt fjölgun atvinnusvæða. Það gerir engum gott að virða staðreyndir og sannleikann að vettugi og bendi ég varabæjarfulltrúanum á það sem skrifað stendur: Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.


Leave a comment

Græn umhverfisvæn framtíð í Hafnarfirði

visir.is 10.9. 2021

Our Vision – Careers4Change

Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun  Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda.

Skipulag og stefnur

Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar.

Vistvæn byggð

Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er  að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum.  Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m.

Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni

Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting  þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang.


Leave a comment

Betri samgöngur – að hluta

visir.is 23.júní 2021

Með samþykkt á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins árið 2015 var samþykkt ný sýn á þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta átti verulega í varðandi stofnvegi, almenningssamgöngur og hjóla- og göngustíga. Árið 2019 undirrituðu ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sáttmála um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Í samgöngusáttmálanum fólst að 120 milljarðar yrðu settir í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 árin. Í stofnvegi færu 52 milljarðar, í Borgarlínu 50 milljarðar, í hjóla- og göngustíga færu 8,2 milljarðar og í umferðarstýringar og sértækar öryggisaðgerðir 7,2 milljarðar.

Samgöngusáttmálinn í framkvæmd

Lokið er við framkvæmd á Reykjanesbraut á milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar og unnið er að skipulagi á tvöföldun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni. Í október 2020 var stofnað sérstakt félag um framkvæmd samgöngusáttmálans; Betri samgöngur ohf. Kynningarfundur í Nauthól var haldinn um fyrsta hluta Borgarlínu. Flott kynningargögn hafa verið unnin af starfsmönnum Betri samgöngur ohf. varðandi Borgarlínuna sem í framhaldinu eru notuð til deiliskipulagbreytinga og aðalskipulagsbreytinga eftir atvikum í viðkomandi sveitarfélögum. Ég sakna þess að sjá ekki neinar tillögur eða hugmyndir frá Betri samgöngum ohf. um annað sem  skrifað er í samgöngusáttmálann, má þar nefna mislæg gatnamót við Bústaðarveg/Reykjanesbraut og Sæbraut í stokk sem áttu að koma til framkvæmda á þessu ári. Einnig ætti félagið að hafa í forgangi þann hluta samgöngusáttmálans sem fjallar um hjóla- og göngustíga svo og umferðarstýringu.

Umferðin í og við Hafnarfjörð

Það var til mikilla bóta að fá mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg/Reykjanesbraut og nýja tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut. Þar með er vandi okkar Hafnfirðinga alls ekki leystur. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir að um 13 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnvegum í og við Hafnarfjörð, þar inni er Reykjanesbraut – Álftanesvegur – Lækjargata þar sem áætlað er að framkvæmdir hefjist árið 2024.  Mikilvægt er að hönnun liggi fyrir sem allra fyrst þar sem reynslan sýnir að  hönnun tekur langan tíma og svo er alltaf spurning um umhverfismat og kæruferli. Mín tillaga er að þessum framkvæmdum verði hraðað sem kostur er enda stofnæðin í gegnum bæinn ekki boðleg íbúum með allri þeirri umferð sem þar flæðir daglega. Auk þess geri ég kröfu á Garðbæinga að  opna fyrir umferð frá gamla Álftanesvegi um Herjólfsbraut inn og út úr Norðurbænum.

Vegurinn sem aldrei kemur

Við gerð svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins var Ofanbyggðarvegur frá Hafnarfirði til Kópavogs felldur út af skipulagi að kröfu Garðabæjar, þess í stað var settur innanbæjarvegur í aðalskipulag Garðabæjar sem liggur frá Flóttamannavegi meðfram Urriðakotsvatni og tengist Álftanesvegi við Reykjanesbraut (Góa er við Álftanesveg).  Í ljósi umræðu um aðgengi íbúa að Urriðaholti, fyrirhugaðri uppbyggingu á og við golfvöllinn í Setbergi sem tilheyrir Garðabæ svo og flæði umferðar á Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi voru það mistök af Garðabæ að fella Ofanbyggðarveg út af aðalskipulaginu. Í greinargerð Vegagerðarinnar „Höfuðborgarsvæðið 2040 – Sýn Vegagerðarinnar – Janúar 2019“ kemur eftirfarandi fram: „Ofanbyggðarvegur frá Kópavogi til Hafnarfjarðar er eina leiðin sem hugsanlega gæti létt umferð af Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarvegi. Við að falla frá hugmyndum um Ofanbyggðarveg um Garðabæ verður öll umferð til framtíðar um núverandi vegi og þar með eykst enn mikilvægi þess að halda þjónustustigi á þeim háu.“ Og síðar segir:  „Vegagerðin telur æskilegt að halda fyrri áætlun um Ofanbyggðarveg allt frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, um Garðabæ og Kópavog inni til framtíðar.“  Tek ég undir með Vegagerðinni og tel æskilegt að Garðbæingar endurskoði afstöðu sína til Ofanbyggðarvegar.

Ó. Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulag- og byggingarráðs Hafnarfirði.


Leave a comment

Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti

Fréttablaðið 25. febrúar 2021

Lokað fyrir heitt vatn á stærra svæði í Kópavogi - Vísir

Öll gerum við ráð fyrir að ríki og sveitarfélög sjái til þess að okkur sé tryggt ákveðið öryggi og fyrirsjáanleika  hvað varðar þjónustu og innviði. Afhendingaröryggi er eitt þeirra orða sem notað er eftir að innviðir raforkukerfisins bresta. Minnug afleiðinga óveðursins sem gekk yfir norðurhluta landsins fyrir rúmu ári síðan þegar víða varð rafmagnslaust um lengri eða skemmri tíma mætti heimfæra slíkar hamfarir á hitaveitukerfið.  

Afhendingaröryggi heita vatnsins

Á höfuðborgarsvæðinu búa um 237 þúsund íbúar í um 90.000 heimilum sem öll eru kynnt upp með heitu vatni. Hitaveitan er einstök á heimsmælikvarða, vistvæn og ódýr orka sem við teljum sjálfgefna. En er það svo? Gætu hamfarir eins og fyrir norðan þegar rafmagnið brást einhvern tímann yfirfærst á heita vatnið? Ég hef ekki svar við þeirri spurningu en minnugur umræðunni um heita vatnið og rafmagnið frá HS Orku vegna jarðhræringa við Grindavík á síðasta ári þá getur hið óvænta gerst. Rifja má upp þegar við vorum beðin að spara heita vatnið í kuldaköstum 2019 og 2020. Stór hluti Reykjavíkur, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður fá heitt vatn frá Nesjavöllum og Hellisheiði. Veitur dreifa um 90 milljónum rúmmetrum af heitu vatni á ári og fer sú tala hækkandi með fjölgun íbúða og hótela. Frábært og öruggt kerfi við eðlilegar aðstæður, en eins og fyrir norðan þá geta aðstæður breyst, aðstæður sem ekki eru fyrirséðar og engin hefur stjórn á. Hefur þú lesandi góður hugleitt komi slíkar aðstæður upp og heitavatnsleiðslur frá Nesjavöllum og/eða Hellisheiði rofna, jafnvel í löngu kuldakasti hverjar afleiðingarnar verða? Eflaust langsótt en ekki útilokað.

Krýsuvík

Á 6. áratug síðustu aldar voru uppi hugmyndir um að virkja í Krýsuvík, dæla átti heitu vatni inn í Hafnarfjörð og jafnvel inn á höfuðborgarsvæðið. Ekkert varð af þeim fyrirætlunum en þar er að finna eitt mesta háhitasvæði landsins. Frá aldamótum hafa komið fram hugmyndir um nýtingu jarðvarma frá þessu háhitasvæði án þess þó að þær hafi náð fram að ganga. Huga þarf að afhendingaröryggi á heitu vatni með sama hætti og gert er með raforkuna. Krýsuvík er kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum en umfram allt væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið. Við skulum einnig hafa í huga að heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því  á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna.

Ó. Ingi Tómasson

Bæjarfulltrúi (D), Hafnarfirði


Leave a comment

Framtíðin er björt – gerum þetta saman!

visir.is 3. febrúar 2021

Það var dapurlegt að lesa grein varabæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og fulltrúa flokksins í skipulags- og byggingarráði um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Grein sem hann síðan fylgdi eftir með útvarpsviðtali á Bylgjunni. Það sem einkennir málflutning Samfylkingarinnar er að hér sé ekkert að gerast og hringlandaháttur í vinnubrögðum meirihlutans sé ástæða fólksfækkunar í Hafnarfirði. Við skulum vera sanngjörn og segja: sú þróun er ekki góð. En hver er ástæðan og hvað er framundan? Förum yfir nokkur atriði.

Nýbyggingarsvæði

Mikil eftirspurn hefur verið eftir lóðum í Skarðshlíð undanfarið og ætla má að síðustu lóðunum í því hverfi verði úthlutað á fundi bæjarráðs í næstu viku. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að okkar mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar; Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Samþykkt hefur verið að hefja vinnu við deiliskipulag Áslands 4 og 5, þar sem gert er ráð fyrir góðri blöndu húsnæðis. Eins og við flest vitum, en virðist því miður ítrekað koma fulltrúum Samfylkingarinnar sérstaklega á óvart, var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslínu. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið árið 2018, en ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt til bráðabirgða frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Hófust þeir flutningar um mitt ár 2019. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, þar sem nú þegar búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 900 íbúðum. Þessi fjöldi íbúða þýðir fjölgun um 3000 íbúa – bara á þessu nýbyggingarsvæði og munu byggingaframkvæmdir hefjist á vormánuðum. Við þetta má bæta að framkvæmdum við Ásvallabraut mun ljúka á þessu ári sem verður mikil samgöngubót fyrir okkur Hafnfirðinga og þá sérstaklega nýja og væntanlega íbúa þessara hverfa.

Hraun vestur – þétting byggðar

Fulltrúa Samfylkingarinnar láðist af einhverjum ástæðum að minnast á þá uppbyggingu sem nú er að hefjast við Hraun vestur – Gjótur. Þar er fyrirhuguð byggð, 490 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Aðal- og deiliskipulag liggur fyrir og gert er ráð fyrir því að framkvæmdir hefjist nú á vormánuðum. Hvers vegna minnist fulltrúi Samfylkingarinnar ekki einu orði á þessa kröftugu uppbygginu sem þar er að hefjast og á svæði sem er á besta stað við samgönguás Borgarlínunnar? Gæti það verið vegna þess að Samfylkingin hefur ítrekað lagst gegn uppbyggingu á svæðinu og greitt atkvæði gegn málinu? Það er von að spurt sé. Önnur þéttingarverkefni fara í úthlutun þegar skipulag liggur fyrir og má þar sérstaklega nefna Hjallabraut og Hlíðarbraut, en gera má ráð fyrir að þær lóðir verði mjög eftirsóttar. Dvergsreiturinn svokallaði er í einkaeigu og eru lóðarhafar nú að vinna að fullnaðarteikningum í samræmi við þá áætlun sem kynnt hefur verið bæjaryfirvöldum og tekið hefur verið fyrir á fundum bæjarráðs.

Förum rétt með staðreyndir

Það er ekki góð þróun að röngum upplýsingum sé stöðugt veifað framan í bæjarbúa. Nú er mál að linni og hægt er að fullyrða að bæjarbúar munu sjá afrakstur mikillar vinnu þessa kjörtímabils á næstu mánuðum líkt og farið hefur verið yfir hér að ofan. Íbúum mun fjölga verulega og falleg hverfi byggjast upp. Gerum þetta nú saman – bæjarfélaginu okkar og samfélaginu hér til heilla.

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs

Lovísa Traustadóttir, fulltrúi í skipulags- og byggingarráði

Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs


Leave a comment

Bjart framundan á byggingarmarkaði

Hafnfirðingur 13. janúar 2021

Image result for hamranes myndir

Það er engin tilviljun að góð eftirspurn er eftir lóðum í Skarðshlíð. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að mínu mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Framkvæmdir við hluta fjölbýlishúsa í hverfinu, um 140 íbúðir, hafa legið niðri frá því um mitt síðasta ár, ástæðan er að fyrirtæki framkvæmdaraðilans hefur átt í erfileikum og má að einhverju leiti rekja þau vandræði til skorts á íbúðum í fjölbýli á seinni hluta síðasta árs.

Hamranes

Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Eins og við flest vitum (nema þá helst minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar) var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslína. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið ári 2018, ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu sem er forsenda niðurrifs Hamraneslína. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 845 íbúðir. Reiknað er með að byggingarframkvæmdir í Hamranesi hefjist á vormánuðum. Framkvæmd við Ásvallabraut líkur á þessu ári sem verður mikil samgöngubót.

Hraun vestur – Gjótur

Glæsilegt skipulag sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni hefur verið samþykkt. Alls er gert ráð fyrir 490 íbúðum með skjólgóðum görðum á svæðinu auk verslunar, þjónustu og möguleika á leikskóla. Svæðið er í góðri nánd við samgöngur af öllu tagi, almenningssamgöngur eru í göngufæri auk þess sem góðar tengingar eru við stofnbrautir og göngustíga bæjarins.  Það verður fjör á byggingar- og húsnæðismarkaðinum í Hafnarfirði á þessu og næstu árum.

Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs


Leave a comment

Mikilvægi álversins í Straumsvík

Morgunblaðið 6. júní 2020

Rio Tinto Alcan

Í rúm 50 ár hefur álverið í Straumsvík verið afar mikilvægt okkur Hafnfirðingum, atvinnulega og tekjulega fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og Hafnarfjarðarbæ, á sama hátt hefur þjóðarbúið hagnast verulega af rafmagnssölu til álversins og útflutningsverðmæti úr Straumsvík á þessu tímabili eru gríðarleg. 

Deilt um raforkuverð

Samkeppnisstaða álvera hefur verið í umræðunni, lágt álverð og hátt raforkuverð eru helst nefnd sem aðalástæða slæmri stöðu áliðnaðarins á Íslandi. Án þess að taka afstöðu til hvort raforkuverð til stóriðju sé sanngjarnt eða ósanngjarnt má nefna að 85% raforkusölu Landsvirkjunar er til stóriðju, að hagnaður Landsvirkjunar hefur verið gríðarlegur síðustu árin, skuldir hafa lækkað verulega og fyrirtækið áætlar að greiða tugi milljarða í arð til eigenda síns næstu árin. Í þessu samhengi má nefna að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í október 2010 að færi fyrirtækið ekki í neinar framkvæmdir gæti það greitt niður allar skuldir sínar á næstu 10-12 árum. Í umræðunni hafa bæði ráðherra málflokksins og forstjóri Landsvirkjunar líst því yfir að ekki komi til greina að niðurgreiða raforkuna eða setja sameiginlegar orkuauðlindir á útsölu, þessu er ég sammála en spyr hvar liggja hagnaðarmörk Landsvirkjunar og hvað er að frétta af kortlagningu á samkeppnisstöðu stóriðju með áherslu á orkuverð sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðaði að skilaði yrði á vormánuðum 2020?

Blikur á lofti

Fréttir um hugsanlega lokun álversins í Straumsvík ber að taka alvarlega. Hjá fyrirtækinu starfa um 500 manns auk fjölda starfa tengda álverinu, ætla má að um helmingur starfsmanna álversins komi frá Hafnarfirði. Viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði voru um 2 milljarðir á síðasta ári og tekjur bæjarins vegna álversins voru um 500 milljónir, þá eru ekki taldar með útsvarstekjur starfsmanna álversins eða starfsmanna fyrirtækja tengda álverinu. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif lokunar álversins á alla þá starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem reiða sig á öruggar tekjur frá álverinu, á öll þau fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til álversins og á Hafnarfjarðarbæ sem yrði af verulegum tekjumissi. Ofan á þetta allt saman erum við í „fordæmalausum“ aðstæðum vegna Covid – 19. Ég geri þá kröfu að ráðherrar og Landsvirkjun finni ásættanlega lausn með eigendum ÍSAL, Rio Tinto, annað er ekki í boði.

Ó. Ingi Tómasson

Bæjarfulltrúi (D) Hafnarfirði