Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Hver er Ingi?

IT ný.

Ég heiti Ólafur Ingi Tómasson en er oftast kallaður Ingi. Ég er giftur Önnu Pálsdóttur, hárgreiðslumeistara og eigum við tvö börn, Pál og Hjördísi Ýr. Ég er lærður húsasmiður en starfaði í slökkviliði Keflavíkurflugvallar frá árinu 1978 til ársins 2013. Samhliða starfi mínu í slökkviliðinu rak ég ásamt Páli Pálssyni Fjarðarplast sf. Áhugamálin eru nokkur m.a. líkamsrækt, útivist og golf ásamt því að ferðalög á framandi slóðir heilla, svo er garðurinn í miklu uppáhaldi.

Ég var gjaldkeri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði frá árinu 2007 til 2014. Hef setið í skipulags- og byggingarráði frá árinu 2010 þar af sem formaður frá árinu 2014. Hef setið í hafnarstjórn, umhverfis- og framkvæmdaráði og var ég fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árin 2010-2014.

Var kjörinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar vorið 2014, er formaður skipulags- og byggingarráðs og sit í bæjarráði. Hef tekið virkan þátt í flokksstarfinu öll þessi ár.

Ég hvet ykkur til að lesa greinar sem eru á síðunni þar sem áherslur mínar koma nokkuð vel fram.

 

 

4 thoughts on “Hver er Ingi?

  1. Bestu kveðjur úr Garðinum,þar sem lognið á heima og ávallt er hlýtt 😉

  2. Ingi er öflugur einstaklingur sem er tilbúinn til að taka til í málefnum Hafnarfjarðarbæjar og koma réttu skikki á skuldastöðu bæjarins. Hvet alla til að kynna sér skoðanir hans á málefnum Hafnarfjarðarbæjar.

Leave a reply to Guðrún Jónsdóttir Cancel reply