Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Þegar innviðir hitaveitunnar rofna – í kuldakasti

Leave a comment

Fréttablaðið 25. febrúar 2021

Lokað fyrir heitt vatn á stærra svæði í Kópavogi - Vísir

Öll gerum við ráð fyrir að ríki og sveitarfélög sjái til þess að okkur sé tryggt ákveðið öryggi og fyrirsjáanleika  hvað varðar þjónustu og innviði. Afhendingaröryggi er eitt þeirra orða sem notað er eftir að innviðir raforkukerfisins bresta. Minnug afleiðinga óveðursins sem gekk yfir norðurhluta landsins fyrir rúmu ári síðan þegar víða varð rafmagnslaust um lengri eða skemmri tíma mætti heimfæra slíkar hamfarir á hitaveitukerfið.  

Afhendingaröryggi heita vatnsins

Á höfuðborgarsvæðinu búa um 237 þúsund íbúar í um 90.000 heimilum sem öll eru kynnt upp með heitu vatni. Hitaveitan er einstök á heimsmælikvarða, vistvæn og ódýr orka sem við teljum sjálfgefna. En er það svo? Gætu hamfarir eins og fyrir norðan þegar rafmagnið brást einhvern tímann yfirfærst á heita vatnið? Ég hef ekki svar við þeirri spurningu en minnugur umræðunni um heita vatnið og rafmagnið frá HS Orku vegna jarðhræringa við Grindavík á síðasta ári þá getur hið óvænta gerst. Rifja má upp þegar við vorum beðin að spara heita vatnið í kuldaköstum 2019 og 2020. Stór hluti Reykjavíkur, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður fá heitt vatn frá Nesjavöllum og Hellisheiði. Veitur dreifa um 90 milljónum rúmmetrum af heitu vatni á ári og fer sú tala hækkandi með fjölgun íbúða og hótela. Frábært og öruggt kerfi við eðlilegar aðstæður, en eins og fyrir norðan þá geta aðstæður breyst, aðstæður sem ekki eru fyrirséðar og engin hefur stjórn á. Hefur þú lesandi góður hugleitt komi slíkar aðstæður upp og heitavatnsleiðslur frá Nesjavöllum og/eða Hellisheiði rofna, jafnvel í löngu kuldakasti hverjar afleiðingarnar verða? Eflaust langsótt en ekki útilokað.

Krýsuvík

Á 6. áratug síðustu aldar voru uppi hugmyndir um að virkja í Krýsuvík, dæla átti heitu vatni inn í Hafnarfjörð og jafnvel inn á höfuðborgarsvæðið. Ekkert varð af þeim fyrirætlunum en þar er að finna eitt mesta háhitasvæði landsins. Frá aldamótum hafa komið fram hugmyndir um nýtingu jarðvarma frá þessu háhitasvæði án þess þó að þær hafi náð fram að ganga. Huga þarf að afhendingaröryggi á heitu vatni með sama hætti og gert er með raforkuna. Krýsuvík er kostur til virkjunar, með því væri komin tenging við kerfi Veitna sem dregur úr álagi á virkjunum á Hellisheiði og Nesjavöllum en umfram allt væru komin tvö samtengd kerfi sem gætu aukið öryggi og fyrirsjáanleika afhendingaröryggis á heitu vatni inn á höfuðborgarsvæðið. Við skulum einnig hafa í huga að heita vatnið er ekki óþrjótandi auðlind sem endurnýjar sig eftir því  á hana er gengið, því þarf að dreifa álaginu og huga að öðrum svæðum þar sem þessa auðlind er að finna.

Ó. Ingi Tómasson

Bæjarfulltrúi (D), Hafnarfirði

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s