Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Bjart framundan á byggingarmarkaði

Leave a comment

Hafnfirðingur 13. janúar 2021

Image result for hamranes myndir

Það er engin tilviljun að góð eftirspurn er eftir lóðum í Skarðshlíð. Hverfið sem er í jaðri upplands Hafnarfjarðar í skjólsælum hlíðum á móti suðri verður að mínu mati eitt eftirsóttasta hverfi höfuðborgarsvæðisins innan fárra ára. Fyrsta fjölbýlishúsið fór nýverið í sölu og seldust allar íbúðir upp á nokkrum dögum. Framkvæmdir við hluta fjölbýlishúsa í hverfinu, um 140 íbúðir, hafa legið niðri frá því um mitt síðasta ár, ástæðan er að fyrirtæki framkvæmdaraðilans hefur átt í erfileikum og má að einhverju leiti rekja þau vandræði til skorts á íbúðum í fjölbýli á seinni hluta síðasta árs.

Hamranes

Nýbyggingarsvæði í Hafnarfirði eru samkvæmt svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Hamranes, Ásland 4 og 5 og Vatnshlíð. Eins og við flest vitum (nema þá helst minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar) var forsenda uppbyggingar á þessum svæðum niðurrif Hamraneslína. Samkomulag við Landsnet gerði ráð fyrir að niðurrifi línanna yrði lokið ári 2018, ekkert varð að þeim áformum vegna kæru umhverfissamtaka og niðurfellingu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála á framkvæmdaleyfi á Lyklafellslínu sem er forsenda niðurrifs Hamraneslína. Með samkomulagi bæjarins við Landsnet var Hamraneslína flutt frá jaðri Skarðshlíðar og nýbyggingarsvæðinu í Hamranesi. Nú standa yfir framkvæmdir við gatnagerð í Hamranesi, búið er að úthluta lóðum undir 298 íbúðir og veita lóðarvilyrði fyrir um 845 íbúðir. Reiknað er með að byggingarframkvæmdir í Hamranesi hefjist á vormánuðum. Framkvæmd við Ásvallabraut líkur á þessu ári sem verður mikil samgöngubót.

Hraun vestur – Gjótur

Glæsilegt skipulag sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni hefur verið samþykkt. Alls er gert ráð fyrir 490 íbúðum með skjólgóðum görðum á svæðinu auk verslunar, þjónustu og möguleika á leikskóla. Svæðið er í góðri nánd við samgöngur af öllu tagi, almenningssamgöngur eru í göngufæri auk þess sem góðar tengingar eru við stofnbrautir og göngustíga bæjarins.  Það verður fjör á byggingar- og húsnæðismarkaðinum í Hafnarfirði á þessu og næstu árum.

Ó. Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s