Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Mikilvægi álversins í Straumsvík

Leave a comment

Morgunblaðið 6. júní 2020

Rio Tinto Alcan

Í rúm 50 ár hefur álverið í Straumsvík verið afar mikilvægt okkur Hafnfirðingum, atvinnulega og tekjulega fyrir fjölskyldur, fyrirtæki og Hafnarfjarðarbæ, á sama hátt hefur þjóðarbúið hagnast verulega af rafmagnssölu til álversins og útflutningsverðmæti úr Straumsvík á þessu tímabili eru gríðarleg. 

Deilt um raforkuverð

Samkeppnisstaða álvera hefur verið í umræðunni, lágt álverð og hátt raforkuverð eru helst nefnd sem aðalástæða slæmri stöðu áliðnaðarins á Íslandi. Án þess að taka afstöðu til hvort raforkuverð til stóriðju sé sanngjarnt eða ósanngjarnt má nefna að 85% raforkusölu Landsvirkjunar er til stóriðju, að hagnaður Landsvirkjunar hefur verið gríðarlegur síðustu árin, skuldir hafa lækkað verulega og fyrirtækið áætlar að greiða tugi milljarða í arð til eigenda síns næstu árin. Í þessu samhengi má nefna að forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í október 2010 að færi fyrirtækið ekki í neinar framkvæmdir gæti það greitt niður allar skuldir sínar á næstu 10-12 árum. Í umræðunni hafa bæði ráðherra málflokksins og forstjóri Landsvirkjunar líst því yfir að ekki komi til greina að niðurgreiða raforkuna eða setja sameiginlegar orkuauðlindir á útsölu, þessu er ég sammála en spyr hvar liggja hagnaðarmörk Landsvirkjunar og hvað er að frétta af kortlagningu á samkeppnisstöðu stóriðju með áherslu á orkuverð sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðaði að skilaði yrði á vormánuðum 2020?

Blikur á lofti

Fréttir um hugsanlega lokun álversins í Straumsvík ber að taka alvarlega. Hjá fyrirtækinu starfa um 500 manns auk fjölda starfa tengda álverinu, ætla má að um helmingur starfsmanna álversins komi frá Hafnarfirði. Viðskipti álversins við fyrirtæki í Hafnarfirði voru um 2 milljarðir á síðasta ári og tekjur bæjarins vegna álversins voru um 500 milljónir, þá eru ekki taldar með útsvarstekjur starfsmanna álversins eða starfsmanna fyrirtækja tengda álverinu. Ekki þarf að fjölyrða um áhrif lokunar álversins á alla þá starfsmenn og fjölskyldur þeirra sem reiða sig á öruggar tekjur frá álverinu, á öll þau fyrirtæki sem selja vörur og þjónustu til álversins og á Hafnarfjarðarbæ sem yrði af verulegum tekjumissi. Ofan á þetta allt saman erum við í „fordæmalausum“ aðstæðum vegna Covid – 19. Ég geri þá kröfu að ráðherrar og Landsvirkjun finni ásættanlega lausn með eigendum ÍSAL, Rio Tinto, annað er ekki í boði.

Ó. Ingi Tómasson

Bæjarfulltrúi (D) Hafnarfirði


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s