Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Stóru skipulagsmálin

Leave a comment

Fjarðarpósturinn 15.5. 2018

Nýafstaðin er verðlaunaafhending og kynning á hugmyndasamkeppni um Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði. Þátttaka var vonum framar en alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. Tvær tillögur deildu með sér 1. og 2. verðlaunum. Báðar þessar tillögur eru vel fram settar þar sem önnur þeirra leysir vel mótun byggðar í kringum Flensborgarhöfnina á meðan hin er með góða sýn á byggð með atvinnustarfsemi í bland við íbúabyggð upp með Óseyrarbraut og vestan við Flensborgarhöfn.

Hraun vestur og miðbærinn.

Annað stórt verkefni er Hraun vestur. Gerð rammaskipulags er lokið, lóðarhafar geta hafið deiliskipulagsvinnu fyrir staka reiti, huga þarf að skóla og leikskólamálum, gatnakerfi og gönguleiðum ásamt öðrum þáttum. Alls er gert ráð fyrir að um 60% byggingarmagns verði íbúðir eða um 2.300, annað verður verslun, þjónusta og léttur iðnaður. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist snemma á árinu 2019. Við höfum öll skoðun á miðbænum okkar. Með nýjum veitingastöðum og öflugri starfsemi í Bæjarbíói hefur færst aukið líf í miðbæinn. Fráfarandi skipulags- og byggingarráð samþykkti að hefja endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins og hefur verið ráðin verkefnastjóri til að stýra verkefninu. Gerð verður skipulagslýsing og væntanlega verður efnt til samkeppni um skipulagið. Ný tillaga að deiliskipulagi miðbæjarins gæti legið fyrir á seinni hluta ársins 2019. Mörg önnur áhugaverð skipulagsmál eru í vinnslu eða nýlokið.

Jákvæð uppbygging.

Það sem er nefnt hér að ofan bíður nýrrar bæjarstjórnar, skipulags- og byggingarráðs og hafnarstjórnar. Kjörnir fulltrúar þurfa að setja sig vel inn í þessi stóru mál og sjá til þess að þessum skipulagsmálum sé fylgt vel eftir, að vandað verði til verka og kynnt vel fyrir íbúum og fyrirtækjum. Nái þessar tillögur og hugmyndir allar fram að ganga munum við sjá stórkostlegar og jákvæðar breytingar á fallega og áhugaverða bænum okkar næstu árin og áratugina. Það er eftirsóknarvert að búa í Hafnarfirði og mun verða enn frekar á næstu árum og áratugum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s