Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Lækjargata 2 – Dvergslóðin

Leave a comment

Lækjargata 2

Fjarðarpósturinn 27.8. 2018

Það var mikið fagnaðarefni þegar Dvergur var loks rifinn í júlí 2017. Þar með var verið að framfylgja ákvörðun bæjarstjórnar frá hátíðarfundi 1. júní 2008. Í upphafi síðasta kjörtímabils var farið í að vinna nýja skipulagsforsögn fyrir reitinn. Skipulagsforsögnin er forsenda þess deiliskipulags sem samþykkt var í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar þann 12. júlí sl. Í skipulagsforsögninni segir m.a. að almennt skuli ekki gera ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og nýtanlegt ris.

Ferlið

Í byrjun árs 2017 samþykkti skipulags- og byggingarráð (SBH) að efna til forvals um deiliskipulag, hönnun og uppbyggingu á Dvergsreitnum. Á sama fundi lagði ráðið til „að umhverfis- og skipulagsþjónusta undirbúi niðurrif Lækjargötu 2 samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þann 17. febrúar 2016 á deiliskipulagsforsögn Lækjargata 2, Dvergslóðin.“ Forvalsnefnd/matsnefnd var skipuð á fundi SBH þ. 2. maí 2017, fulltrúar ráðsins voru Pétur Óskarsson (BF) og Júlíus Andri Þórðarson (VG). Eftir alútboð var samþykkt einróma að ganga til samninga við GG Verk. SBH samþykkti jafnframt að taka út raðhúsalengju, 4 hús sem voru teiknuð á baklóð Gúttó, gert er ráð fyrir að á þeim reit verði almenningsgarður. Fjölmennur íbúafundur var haldinn í Gúttó um skipulagið. Skipulagið er nú í ferli hjá Skipulagsstofnun.

Uppbygging

Þann 11. júlí sl. undirrituðu þau Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og Helgi Gunnarsson fyrir hönd GG verks samning um  uppbyggingu á Dvergsreitnum samkvæmt niðurstöðum útboðs. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í haust. Það verður ánægjulegt að fylgjast með uppbyggingu á Dvergsreitnum. Gert er ráð fyrir 20 íbúðum, verslun og þjónustu á jarðhæð við Lækjargötu ásamt bílakjallara. Við sem höfum komið að þessu skipulagi erum mjög ánægð með niðurstöðuna. Fyrirhuguð byggð fellur vel að aðliggjandi byggð, mun styrkja mannlífið í miðbænum og er í fullu samræmi við áðurnefnda deiliskipulagsforsögn sem samþykkt var í bæjarstjórn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s