Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Hamraneslínur

Leave a comment

Fjarðarpósturinn 6. apríl 2018

ánheitis

Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðarbæjar frá 21. júní 2017 um veitingu framkvæmdaleyfis vegna lagningar Lyklafellslínu 1. Niðurstaða nefndarinnar eru mikil vonbrigði fyrir okkur sem höfum unnið að málinu á kjörtímabilinu og ekki síður fyrir íbúa á Völlum sem í mjög langan tíma hafa ítrekað verið lofað í mjög langan tíma að Hamraneslínurnar verði fjarlægðar.

Ferlið

Árið 2006 var farið að ræða um niðurrif línanna. Við stækkun álversins í Straumsvík 2007 ætlaði álverið að sjá um að setja línur í jörð næst byggð, niðurstaða íbúakosningar um stækkun álversins sló þá hugmynd út af borðinu. Árið 2009 var undirritað samkomulag við Landsnet um lagningu á nýrri línu, Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) og niðurrif Hamraneslínu. Ferlið átti að hefjast árið 2011 og enda á þessu ári. Ekkert varð af þessum áformum. Í október 2012 var undirritaður (mjög óljós) viðauki við samkomulagið frá 2009 um að Hamraneslínur yrðu fjarlægðar í síðasta lagi 2020. Í upphafi þessa kjörtímabils var farið í viðræður við Landsnet um niðurrif línanna. Hafnarfjarðarbær átti mjög gott samstarf við íbúasamtök Valla í þessari vinnu sem skilaði niðurstöðu með samkomulagi og var undirritað í júlí 2015. Í samkomulaginu fólst m.a. að ný lína, Lyklafellslína yrði lögð, Hamraneslínur fjarlægðar og Ísallína færð fjær byggð. Ferlinu átti að ljúka á þessu ári. Fyrirvari er í samkomulaginu sem er „force majure“ leyfisveitingar, niðurstaða í kæruferlum eða dómsmálum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti svo framkvæmdaleyfi þann 21. júní 2017, sama hafa Garðabær, Kópavogur og Mosfellsbær gert.

Skipulagið og næstu skref

Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 og í gildandi Aðalskipulagi 2013-2025 er gert ráð fyrir Lyklafellslínu. Línan er í samræmi við Svæðiskipulag höfuðborgarsvæðisins, sama er um Aðalskipulag sveitarfélaganna þar sem línan liggur um. Hafnfirðingum og þá sér í lagi íbúum á Völlum hefur verið lofað í 9-10 ár að Hamraneslínur yrðu fjarlægðar. Landsnet þarf að svara með hvaða hætti þetta verður gert. Viðræður eru í gangi við Skipulagsstofnum um næstu skref og fljótlega ætti að koma í ljós tímaramminn um framhaldið. Í samkomulaginu frá 2015 er ákvæði um færslu línanna frá byggð kæmi þessi staða upp, sá möguleiki hefur nú þegar verið ræddur við Landsnet. Einnig hefur verið rætt um að leggja hluta línanna í jörð sambærilegt og Hnoðraholtslína 1 sem liggur frá Hamranesi, útfærslan þarfnast m.a. samþykki Orkustofnunnar. Hafnarfjarðarbær mun halda áfram að þrýsta á Landsnet um efndir á samkomulagi um niðurrif Hamraneslína og færslu Ísallína.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s