Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Trjágróður í byggð

Leave a comment

Trágróður yfir gangstétt

Hver er stefna Hafnarfjarðarbæjar í trjárækt? Aspir og greni eru víða, tré sem voru lítil og sæt þegar þeim var plantað en eru nú víða 8-10 metra há. Auðvitað er það svo að trjágróður í fullum skrúða er okkur öllum til yndisauka, en er það svo alls staðar? Byggingarreglugerð frá árinu 2012 tekur á hvernig trjágróðri er komið fyrir á lóðarmörkum, fjallað er um skuggavarp og að hávöxnum trjátegundum skuli ekki plantað nær lóðarmörkum en 4,0 metrum. Samkvæmt byggingareglugerðinni er lóðarhafa skylt að halda vexti trjáa og runna innan lóðarmarka. Mjög víða vaxa tré og runnar langt út yfir gangstíga og götur, okkur öllum til ama.

Trjáræktarstefna

Nokkur sveitarfélög sett sér stefnu um trjárækt í þéttbýli. Reglurnar eru fyrst og fremst leiðbeinandi fyrir sveitarfélagið, íbúa og fyrirtæki um á hvern hátt trjárækt í þéttbýli skuli háttað og í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar. Hafnarfjörður hefur ekki sett sér slíkar reglur. Ef skoðað er niðursetning trjáa á bæjarlandinu síðustu árin og áratugina sést að aspir, greni, lággróður og aðrar trjátegundir hafa verið settar niður án þess að endanleg útkoma hafi verið ígrunduð. Niðurstaðan er alls ekki góð. Háar aspir og greni skyggja á garða og útsýni, eru skuggavaldandi og lággróður safnar í sig órækt. Má nefna mjög háar aspir á Strandgötu, óræktina við Hvammabraut, Hamarinn er að drukkna í sjálfsprottnu greni og lággróður safnar í sig órækt mjög víða í bænum.

Aðgerðir

Gróður þarfnast umhirðu og því þarf að gróðursetja samkvæmt því. Þó svo að tré sem voru sett niður áður en núgildandi byggingarreglugerð tók gildi ætti Hafnarfjarðarbær að tileinka sér ákvæði byggingarreglugerðar og fella tré sem ekki falla að reglugerðinni, þar má nefna Strandgötu, Hvammabraut, Hamarinn o.fl. staði. Hafnarfjarðarbær þarf í samráði við íbúa að setja sér stefnu í trjárækt þar sem við öll getum verið sátt við trjágróðurinn í bænum sem vissulega í flestum tilfellum prýðir, veitir skjól og er okkur öllum til yndisauka. Að lokum, hugum að nærumhverfi okkar, öll saman getum við gert bæinn okkar enn fegurri.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s