Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Verum áfram samferða

Leave a comment

Kjörtímabilinu sem senn líkur hefur verið jákvætt og uppbyggilegt fyrir okkur Hafnfirðinga. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í umfangsmikla úttekt á rekstri bæjarins. Í kjölfarið var ráðist í hagræðingaraðgerðir og endurskipulagningu á rekstrinum sem hefur skilað verulegum ábata fyrir okkur öll án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa, þvert á móti skiluðu aðgerðir okkar aukinni þjónustu og lægri álögum til Hafnfirðinga og hafnfirska fyrirtækja.

Á réttri braut

Á síðastu tveimur árum hefur Hafnarfjarðarbær framkvæmt fyrir eigið fé og er af nógu að taka þegar kemur að framkvæmdum kemur. Meðal annars var leikskóli byggður á Völlum og glæsilegt íþróttahús tekið í notkun á Ásvöllum. Skuldir hafa verið greiddar niður og er skuldaviðmið bæjarins nú komið í 138% en var 170% í upphafi kjörtímabilsins, við erum því laus undan eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og því fjárhagslega sjálfstætt sveitarfélag. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir áfram á sömu braut, við munum halda áfram að lækka skuldir, framkvæma fyrir eigið fé, lækka álölur og auka þjónustu.

Umboð áfram til góðra verka.

Framundan eru mikilvægar kosningar sem snúast um hvort haldið verði áfram á sömu braut með ábyrgri fjármálastjórn, áframhaldandi uppbyggingu, lægri álögum og aukinni þjónustu, eða hvort horfið verði í gamla vinstra farið með skuldasöfnun og auknum álögögum á íbúa og fyrirtæki. Sjálfstæðisflokkurinn teflir fram samhentum hópi einstaklinga sem hafa áhugan, reynsluna og umfram allt eru samstíga í að vinna vel fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga. Á næsta kjörtímabili óska ég þess að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram samferða ykkur í áframhaldandi uppbyggingu og framförum okkur öllum til heilla.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s