Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Ég hef haft tíma fyrir Hafnarfjörð.

Leave a comment

Fjarðarpósturinn 8. mars. 2018

Fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins vorið 2014 sagðist ég hafa tíma fyrir Hafnarfjörð, í þessu fólst að næði ég kjöri sem bæjarfulltrúi gæfi ég mér allan þann tíma sem þyrfti sem kjörinn fulltrúi Hafnfirðinga í málefni Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga. Allt þetta kjörtímabil hef ég haft það að aðalstarfi að vera fulltrúi ykkar. Nái ég árangri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og í sveitarstjórnarkosningunum mun ég áfram hafa tíma fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga.

Samheldni og áræðni.

Niðurstaða síðasta prófkjörs Sjálfstæðisflokksins skilaði samheldnum hópi einstaklinga sem hafði og hefur það eitt að markmiði að vinna vel fyrir bæinn sinn, bæta hag íbúa, unga sem aldna. Það hafa verið forréttindi að vinna með þessum einstaklingum sem hafa gefið allt sitt og rúmlega það í þá vinnu sem beið okkar sem bæjarfulltrúar í nýjum meirihluta. Með áræðni hefur okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í samstarfi við Bjarta Framtíð tekist að bæta hag bæjarins og þar með íbúa svo eftir er tekið.

Í ykkar höndum

Nú líður að prófkjöri, þar mun ráðast röðun á lista Sjálfstæðisflokksins. Ég er þess fullviss að niðurstaða prófkjörsins verður jákvæð fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hæfileikaríkir einstaklingar berjast um efstu sætin. Hvað mig varðar þá legg ég störf mín í ykkar hendur kjósendur góðir. Ég er formaður skipulags- byggingarráðs og er í hafnarstjórn. Ég fylgi málum eftir og reyni eftir bestu getu að leysa úr erindum sem mér berast. Ég hvet alla að mæta og taka þátt í prófkjörinu þann 10. mars. Jafnframt bendi ég á heimasíðu mína www.ingitomasson.is þar sem má finna fjölmargar greinar sem ég hef skrifað.

Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi. Sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s