Ingi Tómasson

Hafnarfjörður

Umtalsverð lækkun fasteignagjalda.

Leave a comment

Fjarðarpósturinn 1. des. 2017.

Hafnarfjörður

Í upphafi núverandi kjörtímabils var það eitt fyrsta verk Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar að fá óháða aðila til að taka út rekstur sveitarfélagsins og koma með tillögur til hagræðingar og aukinnar skilvirkni og þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Sú vinna hefur leitt til verulegs viðsnúnings í fjármálum bæjarins og í kjölfarið bættrar þjónustu og hægt hefur verið að lækka álögur á íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði.

Útsvar og fasteignagjöld

Útsvarsprósentan var lækkuð í fyrra og varð í fyrsta sinn ekki í því hámarki sem leyfilegt er og er nú 14.48%. Við samanburð á fasteignagjöldum þarf að taka tillit til allra gjalda sem fasteignaeigendur greiða til bæjarins. Þar inni eru: fasteignaskattur, vatnsgjald, holræsagjald og lóðarleiga. Á síðasta ári var töluverð hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis eða 14,8%. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað að miða álagningu á íbúðarhúsnæði við vísitöluhækkun, heildartekjur bæjarins vegna fasteignagjalda af íbúðarhúsnæði aukast því aðeins um 130 milljónir í stað 400 milljóna ef álagningaprósenta fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði hefði verið óbreytt. Fyrirtæki njóta einnig verulega betri fjárhagsstöðu bæjarins, í fyrsta skipti í mjög mörg ár lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði, úr 1,65% í 1,57%,  hækkun milli ára nemur um 92 milljónum króna en hefði numið 190 milljónum króna ef álögur hefðu haldist óbreyttar.

Eldri borgarar og örorkulífeyrisþegar

Núverandi meirihluti bæjarstjórnar hefur unnið markvist að því að bæta kjör eldri borgara og örorkulífeyrisþega, mikilvæg er að þeim sem njóta elli- eða örorkubóta sé gert kleift að búa í eigin húsnæði án íþyngjandi gjalda. Nú aukum við tekjutengdan afslátt fasteignaskatts til þessara aðila verulega eða sem nemur um 30% hækkun umfram 11,4% hækkun launavísitölu. Samkvæmt þessu er hækkun tekjutengds afsláttar allt að 67% og munar um minna.  Árið 2014 var afslátturinn í heild 33 milljónir, á næsta ári verður afslátturinn 89 milljónir af álögðum fasteignaskatti. Við í meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar erum stolt af verkum okkar og því að geta bætt kjör elli- og örorkulífeyrisþega.

Hér sést breyting á afslætti á tekjutengdum fasteignaskatti fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.

mynd-með-grein-Inga-T

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s